Umsagnir um viðburði

Hér má lesa umsagnir ráðstefnugesta um fyrri ráðstefnur Brennidepils.

Ráðstefna um gæðamál, Stjórnun með hjálp staðla, október 2016

 • Ég fékk innsýn og skilning á ISO sem ég hef ekki fengið áður
 • Frábært námskeið sem gaf frábæra innsýn í 9001:2015 staðalinn
 • Það kom skemmtilega á óvart hversu vel leiðbeinandanum tókst að halda athyglinni út námskeiði sem var heill dagur, það er töluvert afrek
 • Námskeiðið veitti góða innsýn inn í þá hugsun sem liggur að baki breytingu á ISO9001
 • Nigel er augljóslega mikill sérfræðingur á sínu sviði sem tókst að koma viðfangsefninu skilmerkilega frá sér. Fræðandi og skemmtilegt
 • Flott að fá allt tekið saman á einum stað – hvetur mann til að drífa í að innleiða 2015 útgáfuna
 • Frábærlega vel staðið að námskeiðinu í alla staði. Mjög ánægjulegt

Ráðstefna um vörustjórnun, maí 2016

 • Mjög vel heppnuð og fagleg ráðstefna. Áhugaverð og fjölbreytt erindi. Gott fyrir fagfólk til að hittast og tengjast.
 • Fannst þetta virkilega gagnleg og góð ráðstefna. Hef engar athugasemdir en væri til í að fá glærurnar sendar. Takk fyrir mig 🙂
 • Gott framtak hjá ykkur og hvet ég ykkur til að halda fleiri ráðstefnur tengdar vörustjórnun og innkaupum í framtíðinni.
 • Tímaskipulag til fyrirmyndar

Ráðstefna um þjónustu og markaðsmál, febrúar 2016

 • Takk fyrir mjög inspererandi og fróðlega ráðstefnu.
 • Mjög áhugaverð og skemmtileg ráðstefna, tók með mér fullt af punktum, gagnlegt og til fyrirmyndar, vel gert.
 • Síðustu fyrirlesararnir voru spot on hvað fundarefni varðar.
 • Vel útfærð ráðstefna, flottar veitingar, góðir fyrirlesarar.

Ráðstefna um mannauðsmál og ráðningar, nóvember 2015

 • Mjög áhugavert umræðuefni og góð nálgun þeirra sem töluðu.
 • Vel heppnuð ráðstefna, góð blanda af faglegri umræðu en samt léttleiki í fyrirrúmi. Góð umgjörð og frábærar veitingar.
 • Vel að ráðstefnunni staðið, flottar veitingar og kaffihlé með góðu millibili
 • Takk fyrir mig, mjög ánægð með fyrirlestrana, bæði fróðlegir og skemmtilegir.  Maturinn var líka góður.