Um Brennidepil

Brennidepill

Brennidepill hefur frá stofnun, árið 2015, sérhæft sig í ráðstefnum og vinnustofum fyrir fagfólk í atvinnulífinu og er eina íslenska þekkingarfyrirtækið sem sérhæfir sig í ráðstefnum og vinnustofum á sviði stjórnunar og rekstrar.
Við hjá Brennidepli byggjum á áralangri reynslu af verkefnastjórnun á sviði fræðslu og þjálfunar fyrir framsækin fyrirtæki og verðmætt starfsfólk.

Eigendur Brennidepils eru Martha Árnadóttir og Herdís Pála Pálsdóttir.

Af hverju?

Við trúum því að öflugasta leiðin til vaxtar sé stöðug uppfærsla þekkingar, lausna og hugmynda – bæði fyrir alvöru fyrirtæki og metnaðarfullt starfsfólk á öllum fagsviðum.

Markmið

Brennidepill er þjónustufyrirtæki sem hefur það markmið að efla fagmennsku og framsækni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til heilla fyrir samfélagið allt.

Martha Árnadóttir

Martha Árnadóttir

Framkvæmdastjóri

Martha er reynslubolti á sviði viðskiptaþróunar og viðburðastjórnunar

Herdís Pála Pálsdóttir

Herdís Pála Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri

Herdís Pála er reynslubolti á sviði stjórnunar og mannauðsmála.