Viðskiptavinurinn í öndvegi

Ráðstefnan var haldin 17. febrúar 2016, á Hótel Reykjavík Natura.

Skráningu lokið

Markmið

Að laða fram hagnýta þekkingu á sviði þjónustu- og markaðsstjórnunar og breyttra áherslna í samskiptum fyrirtækja og viðskiptavina.

Eins og á fyrri ráðstefnum Brennidepils var lögð áhersla á lærdóm, hvatningu, tengslamyndum og skemmtilega stemmningu ásamt ljúfmeti úr eldhúsinu.

Verð

  • Almennt verð kr. 34.000
  • Fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Dokkunnar, sem er samstarfsaðili Brennidepils,  kr. 29.000
  • Fyrirtæki sem keyptu 2 sæti eða fleiri fengu 10% aukaafsláttur

Efni og tími

Ráðstefnan var haldin 17. febrúar 2016, á Hótel Reykjavík Natura.

Húsið opnaði kl. 8.30 með morgunsnarli. Ráðstefnan hófst kl. 9.00 og lauk kl. 13.30.

Á ráðstefnunni var fjallað um appvæðingu, veflausnir, ný trend í neyslu og hegðun, persónulega þjónustu, frekari samruna þjónustu- og markaðsstjórnunar, open data, kortlagningu snertipunkta, CRM, mælingar, nýting tækifæra í vaxandi ferðaþjónustu o.fl.

Tíminn líður hratt

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Sviðið

Elísabet Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Kópavogs

Elísabet býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði markaðsmála.
Hún ætlar í erindi sínu að skauta yfir “sviðið” og segja frá því helsta sem er að gerast á íslenskum markaði frá sjónarhóli markaðsfólks.

Trendin – væntingar og viðhorf neytenda 2016

Þórey Vilhjálmsdóttir, Capacent

Capacent er í samstarfi við alþjóðlegt fyrirtæki sem fylgist náið með breytingum á viðhorfum, hegðun og væntingum neytenda – alls staðar í heiminum. Með því að fylgjast náið með verða fyrirtæki, betur í stakk búinn til að standast væntingar og veita góða þjónustu, efla vöruframboð sitt og standast samkeppni.

Appvæðingin – þarf fyrirtækið þitt app?

Jón Andri Sigurðarson, Stokki

Hvenær á það við að fyrirtæki láti útbúa app fyrir sig og af hverju er ekki bara nóg að hafa vefsíðu? Er hægt að fá eitthvað út úr því að vera með app sem ekki fæst með vefsíðu og þá hvað?

Hvað þarf að hafa í huga áður en farið er af stað með að framleiða app og hver er lykillinn að árangri?

Breytt viðhorf til ferðamanna

Davíð Torfi Ólafsson, Íslandshótelum

Algengt viðhorf hér á árum áður var að ferðamaðurinn heimsótti Ísland einungis í eitt skipti. Þá var ekki lögð áhersla á að upplifun hans væri eins og best verður á kosið heldur frekar að „afgreiða“ í stað þess að veita góða þjónustu. En – hvernig hefur þetta breyst og af hverju?

Notkun gagna: Bætt þjónusta og aukin sala

Trausti Haraldsson & Bjarki Pétursson, Zenter

Trausti og Bjarki mun sýna raundæmi um hvernig hægt er að nota gögn til að bæta þjónustu og auka sölu. Dæmi verða tekin um greiningu á „opnum gögnum“ (e. open data), greiningu á þjónustukönnun sem gerð var á Íslandi og að lokum eru sýnd gögn sem hafa verið greind niður á einstaka viðskiptavini, en þannig geta fyrirtæki klæðskerasaumað skilaboð beint til viðskiptavina sinna til að hámarka árangur.

Customer Journey

Þóra Ásgeirsdóttir, Maskínu

Fyrirtæki reyna sífellt að bæta þjónustu sína við viðskiptavini og þá er mikilvægt að kanna vel hvað þeim finnst um hana.

Vegferð viðskiptavina er matstæki sem tekur á öllum snertiflötum viðskiptavina við fyrirtæki og upplifun þeirra á hverjum stað og hvernig má bæta hana. Í þessu skyni eru viðskiptavinir flokkaðir eftir tryggð þeirra við fyrirtækið.

Rödd viðskiptavinarins

Hákon Davíð Halldórsson, Símanum

Þjónusta og samskipti við viðskiptavini fara fram á fleiri rásum í dag en nokkru sinni fyrr, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Krafan um samkvæmni í samskiptum og þjónustu er því ríkari en nokkru sinni fyrr.

Áhrif viðskiptavina á þjónustu fyrirtækja aukast samhliða þessu og þurfa fyrirtæki að geta hlustað og brugðist við. Hvernig geta fyrirtæki gert það með markvissum hætti?

Við tókum ákvörðun!

Hólmfríður Einarsdóttir, Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. Við fáum innsýn í ákvörðunartökuna og hvernig bankinn hyggst fylgja henni eftir.

Meðmælavísitalan / Net Promoter Score (NPS)

Ólafur Þór Gylfason, MMR – Markaðs- og miðlarannsóknum

MMR hefur byggt upp samanburðargrunn sem sýnir meðmælavísitölu fyrir ríflega 70 íslensk fyrirtæki í um 20 atvinnugreinum. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni sem hefur rutt sér til rúms á síðastliðnum árum. Þá sýnir grunnurinn einnig upplýsingar um þjónustuánægju meðal viðskiptavina sömu fyrirtækja.

Skráðu þig á ráðstefnuna núna og vertu með okkur á Natura