Ráðstefna
Markmið ráðstefnunnar, 11. október 2016, var að aðstoða íslensk fyrirtæki við að innleiða ISO 9001:2015 og laða fram nýja og hagnýta þekkingu og reynslu á sviði stöðlunar og stjórnunar.
Líkt og á fyrri ráðstefnum Brennidepils var áherslan á lærdóm, hvatningu, tengslamyndun og skemmtilega stemmningu ásamt ljúfmeti úr eldhúsinu.
Námskeið
Daginn eftir ráðstefnuna, eða miðvikudaginn 12. október 2016, kl. 9-16, stóð Brennidepill fyrir námskeiði með Dr. Nigel Croft þar sem hann: „… explain the underlying philosophy for the latest generation of management systems standards…“
Verð
- Verð ráðstefnu kr. 34.000 – Fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 29.000
- Verð fyrir námskeið kr. 79.000 – Fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 71.100
- Verð fyrir ráðstefnu og námskeið kr. 96.000 – 10% afsláttur fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Dokkunnar
Tími og staður
11. október 2016 á Reykjavík Natura.
Húsið opnaði kl. 8:10 með morgunverði. Dagskrá hófst kl. 8:30 og lauk kl. 12:00
Ráðstefnustjóri: Margrét Erla Maack.
Tíminn líður hratt
Day(s)
:
Hour(s)
:
Minute(s)
:
Second(s)
Key Note: ISO 9001:2015 og framtíðin
Dr. Nigel Croft
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Dr. Nigel Croft en hann hefur í meira en 20 ár verið virkur í starfi ISO – International Organization for Standardization, við þróun staðla um gæðastjórnun. Frá 2010 hefur Dr. Croft verið formaður nefndar um ISO/TC176/SC2 sem ber meginábyrgð á ISO 9001 staðlinum.
Tvíþætt erindi Dr. Croft
Dr. Croft mun annars vegar fjalla um nýjustu útgáfuna af ISO 9001 staðlinum og hins vegar um stöðu gæðastjórnunar í dag og hans sýn á það sem framundan er á sviði gæðastjórnunar og stöðlunar.


Umræða um áskoranir á sviði stjórnunar og stöðlunar
Umræðum stýrir Jenný Dögg Björgvinsdóttir, verkefnastjóri hjá BSI á Íslandi

Haukur Þór Haraldsson Gæðastjóri Verkís, tekur þátt í umræðum

Unnur Helga Kristjánsdóttir Gæðastjóri Landsvirkjunnar, tekur þátt í umræðum

Jón K. Baldursson Gæðastjóri MS, tekur þátt í umræðum

Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir Gæðastjóri 1912, tekur þátt í umræðum

Hólmar Svansson Forstjóri Sæplasts, tekur þátt í umræðum
Ráðstefnustjóri
Margrét Erla Maack
Margrét mun kynna dagskrárliði ráðstefnunnar, passa upp á tímann og að allt fari vel fram.
Hún er skemmtikraftur, sirkuslistakona, danskennari, plötusnúður og karaokeskrímsli.

Stjórnunarkerfi samkvæmt stöðlum
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Með nýjum útgáfum ISO-staðla um ýmiss konar stjórnunarkerfi er lögð áhersla á að samþætta kerfin til að auka virkni þeirra og koma í veg fyrir tvíverknað. Fyrirtæki sem t.d. er með bæði gæðakerfi og stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi getur með notkun nýju staðlanna (ISO 9001 og ISO/IEC 27001) sameinað ákveðna þætti kerfanna þar sem fyrirmæli staðlanna þar um eru þau sömu.

Leiðtogahlutverk gæðastjórans
Birna Pála Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri HSEQ og tæknisviðs hjá Ísal
Birna Pála hefur langa og farsæla reynslu af því að leiða gæðastarfið hjá álverinu í Straumsvík. Hún ætlar að miðla af reynslu sinni á ráðstefunni og þá sérstaklega af reynslu sinni af því að vera leiðtogi gæðamál hjá þessu stóra alþjóðlega fyrirtæki.


Ráðstefnan styrkir
500 kr. af hverjum seldum miða rennur til FC Sækó.
FC Sækó er fótboltafélag fólks með geðraskanir. Markmið þeirra er að vinna gegn fordómum.
Félagið safnar nú peningum fyrir keppnisferð erlendis sem og gerð heimildamyndar um hið stórmerkilega starf félagsins.

Ráðstefnan styrkir
Myndin hér fyrir neðan er tekin þegar Herdís og Martha, eigendur Brennidepils, afhentu félögum í FC Sækó styrkinn frá ráðstefnunni. Fulltrúar FC Sækó á myndinni eru þeir Orri, Sigurjón, Bergþór og Rúnar.
Þess má geta að FC Sækó er nýkominn heim úr keppnisferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu nokkra leiki við önnur úrvals lið og náðu 2. sæti í keppninni í heild.