Er fyrirtækið rétt mannað?

Ráðstefna um mönnun fyrirtækja 11. nóvember 2015 á Reykjavík Natura Kl. 8.30 – 15.00

Skráningu lokið

Markmið

Ráðstefnunni „Er fyrirtækið rétt mannað?“ var ætlað að styrkja ráðningarferli íslenskra fyrirtækja og stofnana með aukinni þekkingu á öllum stigum ráðningarferlisins.

Þannig vildum við leggja okkar af mörkum til að treysta faglegt mönnunarferli sem skilar rétta fólkinu í réttu störfin.

Verð

  • Almennt verð kr. 34.000
  • Fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Dokkunnar, sem er samstarfsaðili Brennidepils,  kr. 29.000
  • Fyrirtæki sem keyptu 2 sæti eða fleiri fengu 10% aukaafsláttur

Ljúffeng allan daginn

Húsið opnaði kl. 8.30 með glæsilegum morgunverði að hætti Natura. Dagurinn var reglulega brotinn upp með kaffi og ljúfmeti og svo auðvitað glæsilegum hádegisverði. Ráðstefnunni lauk svo um kl. 15.00

Tíminn líður hratt

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Best í heimi í ráðningum? Hvað segja rannsóknir?

Dr. Ásta Bjarnadóttir

Ásta er ráðgjafi og partner hjá Capacent, með sérhæfingu á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar.

Frá Ástu:

Áður en ég gekk til liðs við Capacent starfaði ég við Háskólann í Reykjavík í 10 ár, sem lektor, forstöðumaður og framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs. Áður stýrði ég mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu og Hagkaupum ásamt því að einn af stofnendum CRANET verkefnisins um íslenska mannauðsstjórnun frá 2003.

Ég hef doktorspróf í vinnu- og skipulagssálfræði frá University of Minnesota og er viðurkenndur notandi prófa frá CEB/SHL, vottaður styrkleikamarkþjálfi frá Gallup í London og með vottun í verkefnastjórnun frá IPMA (C-stig).

Á sviði ráðningasviðinu hef ég leitt fjölmargar valnefndir vegna ráðninga í lykilstöður. Er höfundur bókarinnar Starfsmannaval (2012), sit í stjórn Capacent, í varastjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, í starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur og er formaður starfskjaranefndar Nýherja hf.

Mönnunaráætlun og greiningar á framtíðarstarfsmannaþörf

Elsa Heimisdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LS Retail

Frá Elsu:

Ég bý yfir 15 ára reynslu í mannauðsmálum og hóf ferilinn hjá Domino‘s Pizza, sem fyrsti starfsmannastjórinn þar árið 2000. Að loknu meistaranámi starfaði ég í ráðningum en tók svo við stöðu starfsmannastjóra hjá IKEA árið 2007 og gegndi því í rúm fimm ár. Árið 2012 tók ég við núverandi stöðu hjá LS Retail.

Á þessum tíma hef ég öðlast yfirgripsmikla þekkingu innan mannauðsgeirans og starfað við alla þætti sem koma að mannauðsmálum með fjölbreyttan starfsmannahóp í ólíkum atvinnugeirum, s.s. hvað menntun, reynslu, þjóðerni og menningarmun varðar.

Ég er með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands, er náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla Íslands og með M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

An investigation into possible flaws in the recruitment process (and how to avoid these)

Dr. Ole I. Iversen

Dr. Ole is partner and co-founder of Assessit AS, a Scandinavian company with 40 consultants working within executive search and leadership development.

Ole has broad experience as an academic, a practitioner and as a management consultant working with leadership development, managerial assessment, and recruitment and selection.

Ole holds a part time position as an Associate Professor at BI Norwegian Business School. He is an experienced presenter and lecturer. Ole has published several articles and books within the field.

Um Assessit 

Ráðningar hjá CCP – starf eða leikur?

Marina Dögg Pledel Jónsdóttir

Marina er Talent Acquisition Specialist hjá CCP games, sem er leiðandi á sviði hönnunar tölvuleikja á heimsvísu.

Frá Marinu:

Eftir að hafa verið kennari í 12 ár, komin með mastersgráðu í HRM 2010 fannst mér kominn tími til að reyna að komast inn í mannauðsmál. Með enga reynslu vissi ég að það yrði erfitt, þannig að ég ákvað að senda nokkrum fyrirtækjum á Íslandi póst og bjóða fram krafta mína fyrir lágmarkslaun gegn því að fá að spreyta mig í mannauðsmálum. Sem kennari var ég í löngu sumarfríi og gat því eytt þremur góðum mánuðum ef einhver vildi mig en eina svarið sem ég fékk var frá CCP. Rúmlega 3 árum seinna er ég enn hjá CCP í fullu starfi við ráðningar.

Ég man glöggt eftir því í náminu að mér fannst ráðningar vera svo lítill partur af mannauðsmálum enda var ég reynslulaus þá. Núna 3 árum seinna sé ég vel hve gríðarlega mikilvægt það er að standa vel að ráðningum enda lykilatriði í öllum rekstri að hafa rétta starfsfólkið.

Dýrustu ráðningarmistökin eru ekki þau sem þú heldur!

Dr. Leifur Geir Hafsteinsson

Eftir frekar óvenjulegan námsferil, sem hófst með BS prófi í eðlisfræði frá HÍ 1994, millilendingu í kennsluréttindanámi HÍ 1995, stærðfræði- og eðlisfræðikennslu við Kvennaskólann og starfsmannastjórnun hjá Áliti (síðar ANZA), lá leiðin í masters- og doktorsnám í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech sem ég lauk árið 2004.

Eftir útskrift 2004 og til ársins 2010 starfaði ég við viðskiptadeild HR sem lektor og síðar dósent og í hlutastörfum sem ráðgjafi hjá Hagvangi frá 2009-2011. Haustið 2008 urðu þau þáttaskil í mínu lífi að ég gerðist frumkvöðull í líkamsræktargeiranum með stofnun CrossFit Sport, fyrstu CrossFit stöðvarinnar á Íslandi. Þó það hafi kannski ekki verið samkvæmt ítrustu plönum, fylgdu Í kjölfarið fimm ævintýraleg ár af uppbyggingu, sigrum og gleði sem kenndu mér meira en nokkurt nám um áhugahvöt, viðskipti og ábyrgð atvinnuveitandans. Um mitt ár 2013 ákváðum við hjónin að nóg væri komið af CrossFit ævintýrinu, við seldum reksturinn og ég gekk til liðs við Hagvang þar sem ég gegni starfi aðstoðarframkvæmdastjóra og ráðgjafa í alls kyns mannauðs- og vinnusálfræðitengdum málefnum.

Í gegnum tíðina hef ég stýrt fjölmörgum ráðningum lykilstjórnenda, leitt valnefndir á vegum hins opinbera, birt fjölmargar ritrýndar greinar í erlendum og innlendum fræðiritum, meðal annars um ráðningarumhverfið á Íslandi, blekkingar á persónuleikaprófum og aðferðafræði sálfræðilegra prófa.

En það sem drífur mig áfram meir en nokkuð annað, og heldur áfram að vera óþrjótandi uppspretta orku og forvitni, er að reyna að skilja betur mannskepnuna og hvað það er sem fær hana til að sýna sínar bestu hliðar í starfi og leik.

Breyttar áherslur umsækjenda: Er hægt að verða við þeim?

Auðunn Gunnar Eiríksson

Auðunn Gunnar er sérfræðingur á starfsmannasviði Mannvits

Frá Auðuni:

Ég lauk B.A í sálfræði við Háskóla Íslands í febrúar 2005. Í náminu fékk ég mikinn áhuga á vinnusálfræði og tengdum málefnum og setti stefnuna á framhaldsnám í vinnusálfræði þá um haustið. En það gekk hins vegar ekki eftir og um haustið fékk ég tímabundið verkefni hjá verkfræðistofunni Hönnun. Verkefnið átti að taka fjóra mánuði og fólst í að uppfæra starfsmannagrunn fyrirtækisins.

Því er skemmst frá að segja að í dag 10 árum seinna er ég ennþá hjá fyrirtækinu þó nafninu hafi verið breitt úr Hönnun í Mannvit við sameiningu þriggja verkfræðistofa árin 2007 og 2008.

Öll þessi 10 ár hafa ráðningarmál verið á mínu borði og breytingarnar verið miklar og áhugaverðar. Ráðningar gegna lykilhlutverki í velgengni fyrirtækja, því ekkert fyrirtæki er annað en það starfsfólk sem þar starfar.

Eldri vinnukraftur sem vinnur frá „Urban-hub“ í Honalúlú – er það framtíðin?

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Árelía er dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands.

Hún hefur kennt stjórnun og leiðtogafræði undanfarna áratugi!!

Eftir hana hafa komið út fjöldi greina og fjórar bækur en sú nýjasta er skáldsaga.

Hún vinnur nú að nýjustu bók sinni um þriðja æviskeiðið sem ber vinnuheitið Sterkari í seinni hálfleik.

Lokaorðið

Halldóra Geirharðsdóttir

Halldóra mun hafa algerlega frjálsar hendur með lokaorðin og gera það eins og henni einni er lagið.

Skráðu þig á ráðstefnuna núna og vertu með okkur á Natura